Copy
Hugsaðu. Skapaðu. Miðlaðu.
Facebook
Facebook
Twitter
Twitter
Vefsíða
Vefsíða

Fréttabréf Creative Europe í desember 2015

Hátt í 1.400.000 evrur í styrki til margs konar verkefna á öllum listasviðum
 • Menning: Íslenskir þátttakendur í tveimur stórum verkefnum
 • MEDIA: 2015 var gjöfult ár - 145 milljónir í styrki til íslenskra fyrirtækja

Menning: Íslenskir þátttakendur í tveimur stórum verkefnum

Tveir íslenskir aðilar taka þátt í stórum samstarfsverkefnum í menningarhluta Creative Europe árið 2015. Verkefni geta verið styrkt um allt að 2 milljónir evra og hlutu 16 verkefni styrki í þeim flokki í Evrópu. Stærri samstarfsverkefni í Creative Europe byggja á samstarfi stofnana / lögaðila frá minnst sex löndum og verkefni geta varað í allt að fjögur ár. 

Félagið Söguslóðir á Íslandi tekur þátt í verkefninu Follow the Vikings og fær í sinn hlut um 300.000 evrur og leiklistarhátíðin LÓKAL tekur þátt í verkefninu Urban Heat og fær 65.000 evrur í styrk.
Ann Cannon og Erich Keller í "Have I No Mouth". Mynd eftir Jeremy Abrahams/LÓKAL (www.lokal.is)

Urban Heat

Leiklistarhátíðin LÓKAL tekur þátt í verkefninu Urban Heat, stýrt af London International Festival of Theatre Ltd. ásamt 7 samstarfsaðilum. Verkefnið stendur í fjögur ár 2016-19. Viðfangsefnin eru pólitísk og félagslegs eðlis og byggja á þeirri hugmynd að tengja saman listamenn og borgarsamfélög. Verkefnið í heild fékk úthlutað styrk að upphæð 980.865 evra. Hlutur Lókal er 65.000 evrur. Reykjavík Dance Festival vinnur með Lókal í verkefninu. 

Þátttakendur í verkefninu Urban Heat eru: Biedriba Ltivijas Jauna Teatra  LV, Bunker Ljublana SL, Gaviale Societa Co operative IT , Lókal, Leiklistarhátíð ehf IS, Mtu Teine Tants, EE, Q-Teatteri  Fispielmotor Munchen Ev DE, Stichting Moderbe Dans En Bewegin NL, Stowarzyszenie Rotunda PL.

Frekari upplýsingar um verkefnið á vefsíðu LÓKAL.
Viking Routes/Destination Viking (www.destinationviking.com)

Follow the Vikings

Félagið Söguslóðir á Íslandi tekur þátt í verkefninu Follow the Vikings sem er stýrt af Shetland Amenity Trust UK ásamt 11 öðrum löndum. Verkefnið fékk úthlutað styrk að upphæð 1.960.000 evrur.

Markmið þessa verkefnis er að kynna Víkingaarfleifðina fyrir umheiminum. Verkefnið mun styrkja menningartengda ferðaþjónustu í Evrópu með því að koma á framfæri sögufrægum stöðum. Þannig styrkir verkefnið minni samfélög. Verkefnið styrkir net – samstarf þeirra sem starfa í þessum geira og styrkir þegar starfandi net sem stofnað var til af Destination Viking Association. Sögu víkinganna verður gert hátt undir höfði og hægt verður að ná til stærri áheyrendahóp.  

Þátttakendur í verkefninu eru: Ab Bengtskar FI, Concello de Catoira ES, Dublinia ltd. IE, Holbæk Museum DK, Iceland Saga Trail IS, Karmoy kommune, oppvekst og kulturtetaten NO, Nationalmuseet DK, Stiftelsen Museum Nord NO, Stiftelsen Sör Troms Museum NO, Upplands Vasby Kommun. SE, Viking Route Vestfold Bison Telt International and Waterford  Treasures at the Granary ltd IE, York Archaelological Trust for Excavation and research UK.

Söguslóðir á Íslandi fá um 300.000 evra í sinn hlut en mótframlag þeirra er 50%.
Nánar um verkefnið á vefsíðu Destination Viking.

MEDIA: 2015 var gjöfult ár

145 milljónir í styrki til íslenskra fyrirtækja


Íslenskum fyrirtækjum hefur gengið einstaklega vel í styrkúthlutunum það sem af er ári. Þrjátíu og átta íslenskar umsóknir hafa borist í MEDIA það sem af er árinu og fimmtán þeirra fengu samtals ríflega 145 milljónum (982.920 evra) úthlutað. Skiptust styrkirnir á eftirfarandi hátt:
 

Styrkir til framleiðenda 

Styrkir til undirbúnings og framleiðslu kvikmynda til íslenskra fyrirtækja

Styrkir til undirbúnings einstakra verkefna til íslenskra fyrirtækja: Á fyrsta skilafresti umsókna fóru 4 íslenskar umsóknir og fékk engin þeirra úthlutun. Á síðari skilafresti til undirbúnings íslenskra umsókna fóru 5 umsóknir og fengu 3 þeirra úthlutun. Verkefnin sem hlutu styrk eru:
 • Journey Home frá True North ehf. (50.000€)
 • War is over frá Tvíeyki ehf. (50.000€)
 • Spearhead frá New Work ehf. (50.000€)
Styrkir til undirbúnings verkefnapakka til íslenskra fyrirtækja: Á fyrsta skilafresti umsókna fór ein íslensk umsókn frá Saga film ehf. og fékk úthlutun 200.000€ til undirbúnings fimm kvikmynda:
 • Heimildamynd: The Vasulkas,
 • Þrjár leiknar sjónvarpsþáttaraðir: Blackout, Stella Blómkvist og Hugborg
 • Ein leikin kvikmynd í fullri lengd: Víti í Vestmannaeyjum

Styrkir til framleiðenda til framleiðslu á sjónvarpsefni
Á fyrsta skilafresti umsókna 2015 sóttu tveir aðilar um og fengu úthlutað samtals 545.920€.
•    Compass ehf. fékk úthlutað 45.920€  fyrir heimildarmyndina: Weird Girls
•    Sögn ehf. (Blueeyes Productions) fékk úthlutað 500.000€  fyrir sjónvarpsþáttaröðina: Ófærð.

Af 12 íslenskum umsóknum fengu sex umsóknir styrki til að undirbúa og framleiða 10 íslenskar kvikmyndir. Samtals fengu íslenskar umsóknir framleiðenda 895.920 þúsund evrur, eða um 130 milljónir króna.
Ófærð/Sögn ehf.

Styrkir til dreifingar

Lán og styrkir til dreifingar á evrópskum kvikmyndum (valkerfið) 
Á fyrsta skilafresti umsókna voru 7 íslenskar umsóknir sendar inn og 3 þeirra hlutu náð fyrir úthlutunarnefnd:
 • Bíó Paradís 3 kvikmyndir: (Une nouvelle amie, 3.000€, Bande de filles, 3.000€ og 1001 grams, 3.000 €).                  
Á öðrum  skilafresti umsókna voru 18 íslenskar umsóknir sendar inn og 5 þeirra hlutu náð fyrir úthlutunarnefnd:
 • Bíó Paradís 5 kvikmyndir: (Saul Fia, 3.000€, Marguerite 3.000€, Louder than Bombs 3.000€ og Mia Madre 3.000€).      
 • Myndform 1 kvikmynd:(Mon roi, 3.000€).

Styrkir til kvikmyndahátíða 

Á fyrsta skilafresti umsókna 2015 fór ein íslensk umsókn frá RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík og fékk hún úthlutað 63.000€ .
Hrútar
Fúsi

Dreifingarstyrkir

Kvikmyndirnar Hrútar og Fúsi fengu veglega dreifingarstyrki frá MEDIA til sýninga í kvikmyndahúsum í Evrópu. Kvikmyndin Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar fékk 445.400 evra styrk til dreifingar til 25 landa og kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára fékk dreifingarstyrk til 21 lands að upphæð 348.100 evra.

Samtals gerir þetta 793.500 evrur og eru þetta langstærstu styrkir sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið til dreifingar erlendis frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA áætlun ESB árið 1992. Þá gætu jafnvel fleiri lönd bæst í hópinn í næstu úthlutun.

Jólakveðja


Starfsfólk Creative Europe hjá Rannís þakkar samstarfið á liðnu ári og sendir óskir um gleðileg jól og árangursríkt styrkjaár 2016!

Hulda, Ragnhildur og Sarma

 

Öll réttindi áskilin © 2015 Rannís


afskrá mig    uppfæra skráningu 

Email Marketing Powered by Mailchimp